Event Information

Share this event

Date and Time

Location

Location

Háskólinn í Reykjavík

1 Menntavegur

Opni Haskólinn

101 Reykjavík

Iceland

View Map

Event description

Description

22. og 24. maí kl. 12:30-16:00 í Opna háskólanum

Verð: 55.000,-

Hugbúnaðarlausnir AGR Dynamics og sú aðferðafræði sem er beitt eru nú ráðandi í vörustjórnun og stýringu aðfangakeðjunnar á Íslandi enda er í dag bróðurpartur smá- og heildsala landsins að nota hugbúnaðinn með góðum árangri. Fyrirtækið hefur einnig góðan grunn erlendra viðskiptavina og hefur tekist að skapa góða alþjóðlega þekkingu í vörustjórnun. Markmið þessa námskeiðs er að miðla þeirri þekkingu frekar til notenda og efla þekkingu á lausnum AGR Dynamics. Með því að byggja upp þessa þekkingu má ná enn betri árangri innan aðfangakeðjunnar og vörustjórnunar í daglegum rekstri. Áhersla verður á að kenna á AGR 5 kerfið sem einfaldar notendum meðhöndlun birgða allt frá áætlanagerð til þess að pöntun er staðfest.

Efni námskeiðs:

Notkun AGR 5 og helstu hugtök

Stjórnborðið
o Gagnaflutningur og lykilskýrslur
o Lykilmælikvarðar

Tölfræðilegar spáaðferðir og útreikningur öryggisbirgða
o Ýmsar aðferðir til þess að bæta gæði spáa

ABC og þjónustustig
o Útreikningar
o Greiningartól

Innkaupatillögur

o Yfirferð innkaupatillagna og upplýsingar í vöruspjaldi.
o Skilgreining innkaupatímabils, innkaupaeiningar og fl.
o Innkaupaferli og endurtekin innkaup
o Skorðuð innkaup (gámaraðari)
o Innkaupaáætlanir

Notkun frávikagreiningar
o Skýrslugerð og síur
o Algengar skýrslur

Áætlanakerfi
o Notkunarmöguleikar og virkni
o Söluáætlanir
o Söluherferðir
o Gagnaseríur

Ýmsar hagnýtar séraðlaganir í AGR 5

Kennari: Daði Rúnar Jónsson Þjónustustjóri hjá AGR ásamt gestakennurum

Share with friends

Date and Time

Location

Háskólinn í Reykjavík

1 Menntavegur

Opni Haskólinn

101 Reykjavík

Iceland

View Map

Save This Event

Event Saved